image description

Markaðs- og kynningarmál

Síðasta starfsár var um margt sérstakt. Haustönnin var með nokkuð hefðbundnu sniði en vorönnin óhefðbundin í meira lagi. Fræðslu- og markaðsstarf er í raun órjúfanleg heild hjá IÐUNNI þannig að þegar stærstur hluti námsframboðsins færðist yfir á vefinn hafði það mikil áhrif á markaðsstarfið.

Markaðsstarf IÐUNNAR byggir að stórum hluta á efnismarkaðssetningu, sem hjá IÐUNNI felur í sér miðlun á fræðslutengdu markaðsefni. Við settum í loftið hlaðvarpið Augnablik í iðnaði, framleiddum fræðslumola og stafrænt námsefni. Við fórum í samstarf við listamenn og gerðum okkur meira gildandi á samfélasgsmiðlum. Til að gera þetta mögulegt var innréttuð aðstaða í húsnæði IÐUNNAR til upptöku á mynd- og hljóðefni.

Vefur IÐUNNAR

Á vef IÐUNNAR fer fram öflug fræðslumiðlun. Þar eru öll námskeið aðgengileg og skiptir þá ekki máli hvort þau eru staðbundin, á vefsniði eða kennd með fjarkennslu. Á vefnum fer fram skráning á námskeið en einnig öll umsýsla starfsfólks með námskeiðsskráningar, mætingar og flest annað sem varðar framkvæmd námskeiða. Vefurinn er einnig vettvangur fjölbreyttrar fræðslumiðlunar í formi styttri fróðleiksmola, pistla, hlaðvarps og fyrirlestra. Í dag er vefurinn vafalítið mikilvægasta markaðstæki IÐUNNAR. Vefurinn er í stöðugri þróun, bæði sá hluti sem snýr að félagsmönnum og almenningi og einnig þau verkfæri vefsins sem starfsmenn nýta sér.

Mínar síður

Á starfsárinu var þjónusta IÐUNNAR í gegnum mínar síður stórefld. Ásamt því að sækja þangað upplýsinar um námskeið og námsferil hafa félagsmenn nú aðgengi að vefnámskeiðum og blönduðu námi gegnum mínar síður.Markpóstur

Markpóstur

Yfir 7000 einstaklingar eru á markpóstalistum IÐUNNAR fræðsluseturs og fer fjölgandi. Í hverri viku eru sendir út markpóstar frá öllum sviðum með upplýsingum um námskeið á næstunni og aðra fræðslu, s.s. pistla, hlaðvörp eða annað efni. Markpóstar eru mikilvæg markaðssetning og verða það áfram í náinni framtíð.

Samfélagsmiðlar

IÐAN fræðslusetur er til staðar á Facebook, Instagram, Twitter, YouTube og LinkedIn. Samfélagsmiðlar eru vaxandi þáttur í markaðsstarfi og fræðslumiðlun IÐUNNAR. Umferð frá samfélagsmiðlum yfir á vef IÐUNNAR hefur stóraukist undanfarin misseri og liggja þar mörg sóknarfæri.

Vefauglýsingar

IÐAN auglýsir ekki aðeins starfsemi sína og námskeið á samfélagsmiðlum eða með tölvupóstum. Google auglýsingakerfið er nýtt til að ná markvisst til okkar markhópa og einnig aðrir vefmiðlar, þar með taldir íslenskir vefmiðlar.

Myndskeið í markaðssetningu

Lögðu hefur verið áhersla á að nota myndskeið markvisst við markaðssetningu á fræðslumiðlun og þjónustuleiðum IÐUNNAR.  Í dag eru yfir 150 myndskeið á YouTube rás IÐUNNAR sem nýtast bæði í markaðssetningu og fræðslumiðlun. Meðal efnis sem miðlað er á YouTube er:

  • Myndhlaðvarp (Augnablik í iðnaði)
  • Frímínútur á föstudegi
  • Fræðslumolar, s.s. sería af Google fræðslumolum

Prentmiðlar

IÐAN auglýsir námskeið og þjónustu í staðbundnum miðlum, s.s. landsbyggðarblöðum sem hafa mikla dreifingu og lestur innan sinna svæða. IÐAN auglýsir í fagritum, tengd okkar greinum og í stærri miðlum, s.s. Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, þegar við á.

Önnur markaðssetning

Auk beinnar markaðssetningar tekur IÐAN fræðslusetur þátt í ýmsum viðburðum, s.s. mannauðsdeginum þar sem IÐAN er reglulega með kynningarbás.

 

Myndskeið í markaðssetningu

Áhersla hefur verið lög á að nýta myndskeið sem mest og best í markaðssetningu námskeiða og viðburða sem IÐAN fræðslusetur stendur fyrir eða tekur þátt í.

Önnur markaðssetning

Auk beinnar markaðssetningar tekur IÐAN fræðslusetur þátt í ýmsum viðburðum, s.s. mannauðsdeginum þar sem IÐAN er reglulega með kynningarbás.

 Helstu verkefni stjórnar | IÐAN í tölum