image description

IÐAN fræðslusetur

IÐAN sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og matvæla- og veitingagreinum. Hlutverk IÐUNNAR er að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur. 

Áhersla er lögð á að bregðast skjótt við þörfum iðnaðarins fyrir nýja þekkingu. Með öflugri símenntun móta einstaklingar starfsþróun sína eftir kröfum atvinnulífsins og með þeim hætti verður þekking þeirra verðmætari bæði fyrir þá sjálfa og samfélagið í heild. IÐAN býður fyrirtækjum og einstaklingum markviss tækifæri og lausnir í símenntun. 

Á vegum IÐUNNAR fer fram greining á þörfum fyrirtækja fyrir þekkingu. Þjálfun og þekkingu er miðlað með hliðsjón af því sem hentar aðstæðum og þörfum hvers og eins, hvort sem um er að ræða kennslu í skólastofu, þjálfun á vinnustað eða einstaklingsbundna leiðsögn.

Á síðasta starfsári voru ársverk hjá IÐUNNI 22.6. Venju samkvæmt var unnið með markvissa símenntun starfsfólks og sérstök áhersla lögð á stafræna hæfni.

Stjórn IÐUNNAR

Stjórn IÐUNNAR fundaði samtals sjö sinnum á starfsárinu. Starfsnefnd stjórnar fundaði samtals 6 sinnum á milli stjórnarfunda. Starfsnefnd stjórnar skipa þau Finnbjörn Hermannsson, Guðrún Birna Jörgensen, Georg Páll Skúlason,  Eyjólfur Bjarnason auk framkvæmdastjóra og fjármálastjóra.

Markaðs- og kynningarmál

Síðasta starfsár var um margt sérstakt. Haustönnin var með nokkuð hefðbundnu sniði en vorönnin óhefðbundin í meira lagi. Fræðslu- og markaðsstarf er í raun órjúfanleg heild hjá IÐUNNI þannig að þegar stærstur hluti námsframboðsins færðist yfir á vefinn hafði það mikil áhrif á markaðsstarfið. Markaðsstarf IÐUNNAR byggir að stórum hluta á efnismarkaðssetningu, sem hjá IÐUNNI felur í sér miðlun á fræðslutengdu markaðsefni.

IÐAN í tölum

Á síðasta starfsári voru haldin alls 340 námskeið sem er næst mesti fjöldi námskeiða IÐUNNAR frá stofnun. Þetta er tilfellið þrátt fyrir að þurft hafi að fella fjölda námskeiða niður vegna Covid-19.

 

Forsíða | Stjórn IÐUNNAR