Námssamningar og sveinspróf
IÐAN rekur umfangsmikla þjónustu við nemendur í verknámi. IÐAN sér um gerð námssamninga og heldur utan um skrár yfir nemendur í vinnustaðanámi fyrir um 30 löggiltar iðngreinar. Jafnframt veitir IÐAN sveinsprófsnefndum þessara löggiltu iðngreina þjónustu með skráningu nemenda í sveinspróf, við undirbúning prófa og aðstoð við gerð verklagsreglna um framkvæmdprófa.
IÐAN aðstoðar nemaleyfisnefndir við störf þeirra við mat á fyrirtækjum sem sækja um heimild til þess að taka nema á námssamning.
Námssamningar
IÐAN rekur umfangsmikla þjónustu við nemendur í verknámi. Fyrirtækið sér um gerð námssamninga og heldur utan um skrár yfir nemendur í vinnustaðanámi fyrir um 30 löggiltar iðngreinar.
Sveinspróf
IÐAN hefur umsjón með sveinsprófum í 28 löggiltum iðngreinum. Á tímabilinu frá 1. júlí 2019 til 30. júní 2020 stóðust samtals 651 nemi sveinspróf í þeim iðngreinum sem IÐAN þjónar.
Vinnustaðanámssjóður
Markmið styrkja til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.