image description

Ýmis verkefnavinna




Erasmus+ námsmannaskipti

Þrjú verkefni undir stjórn IÐUNNAR standa yfir og er ætlunin að deila út um 44 miljónum króna til námsferða. Núverandi starfsár hefur litast af Covid-19 en þrátt fyrir það hafa 14 iðnnemar og fimm nýsveinar, farið til sjö landa á tímabilinu; Ítalíu, Danmörku, Noregs, Norður Írlands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands í matreiðslu, bakstri, húsasmíði, gull-og silfursmíði ásamt úrsmíði.

Algjört frost í móttöku iðnnema til landsins

Á þessu starfsári tók IÐAN á móti átta evrópskum iðnnemum og kennurum frá Þýskalandi, Austurríki, Finnlandi, Frakklandi og Eistlandi. Alls frestuðu 40 iðnnemar og kennarar/fagfólk á vegum Erasmus komu sína til okkar á þessu starfsári.

Krefjandi verk framundan

Það verður verk að vinna að endurnýja tengslanet okkar í Evrópu og skapa ný eftir að heimsfaraldrinum Covid-19 lýkur. Við höfum fulla trú að á okkur mun takast að endurbyggja og skapa ný tækifæri í Evrópu og hér heima við.

Hægt er að fylgjast með Erasmus+ ferðum iðnnema og nýsveina á Facebook síðu okkar – Ævintýri í Evrópu.

Jöfnum leikinn. Tilrauna og rannsóknarverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda

Á síðasta starfsári fóru 233 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi, brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu.

Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi.

Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með kerfisbundnum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu.

.IÐAN fræðslusetur og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) unnu að verkefninu Visible Skills of Adults (VISKA). Um er að ræða Erasmus KA3 tilrauna - og stefnumótunarverkefni sem FA og IÐAN stýra hér á landi fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Rannís hafði umsjón með mótun verkefnisins. Heildarfjármagn til verkefnisins er 1.8 milljónir Evra. Niðurstöður verkefnisins koma til með að nýtast við stefnumótun landanna í málaflokkunum.

Mat og viðurkenning á erlendri menntun og starfsreynslu

Á þessu starfsári voru alls afgreiddar 143 umsóknir um mat og viðurkenningu á erlendri menntun og starfsreynslu til menntamálastofnunar. Um er að ræða 27% aukningu í afgreiðslu umsókna frá síðasta starfsári. Sem fyrr eru bygginga- og matvælagreinar vinsælustu greinarnar. Tæplega helmingur umsækjanda, eða alls 60 umsækjendur komu frá Póllandi.

Sveinninn – Nánari skoðun á umsýslukerfi námssamninga og sveinsprófa hjá IÐUNNI fræðslusetri 2006-2018

IÐAN hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna 2019 til kortleggja og skoða töluleg gögn í upplýsingakerfi IÐUNNAR um iðnnema í löggiltum iðngreinum frá árunum 2006-2018.

Konum fjölgar ekki í löggiltum iðngreinum

Gögnin sýndu að á tímabilinu karlar eru í miklum meirihluta og að konum er ekki að fjölga sem ljúka sveinsprófi. Iðngreinarnar eru flestar kynjaskiptar. Þegar gerð námssamninga er skoðuð þá eru breytingar milli ára frekar tilviljunarkenndar af frátöldu þeim árum í kringum hrun. Fjöldi kvenna á námssamningi helst nokkuð stöðugur og þeim fækkar sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem eru með staðfestan samning. 

Fall á sveinsprófi

Próftakar sem féllu á sveinsprófi á tímabilinu 2006 til 2018 voru samtals 930 og af þeim fjölda hafa 63 próftakar ekki endurtekið prófið eða um 6,7 %. Á hverju ári eru einhverjir sem mæta ekki til prófs af þeim sem hafa heimild til að taka sveinspróf af einhverjum ástæðum. Ýmsar ástæður geta legið fyrir því að próftakar mæta ekki s.s. veikindi, ónógur undirbúningur o.s.frv.

Búseta iðnnema

Búseta iðnnema er skráð á námssamningi. Almennt má segja að yfir 70% iðnnema eru búsettir á höfðaborgarsvæðinu.

888 fyrirtæki hafa verið með iðnnema á námssamning

Á skrá eru samtals 888 fyrirtæki sem hafa tekið nema á námssamning á tímabilinu frá 2006 til 2018. Ekki eru öll þessi fyrirtæki starfandi í dag heldur eru eingöngu á skrá. Fyrirtæki sem óska eftir að taka nema á námssamning þurfa að uppfylla ákveðin formleg skilyrði1 sem námsstaður nema. Samkvæmt skráningakerfi IÐUNNAR eru 470 fyrirtæki með virk nemaleyfi en 418 fyrirtæki með óvirk leyfi.

Styrkleikar og veikleikar kerfisins

Tilgangur þessa verkefnis var að skoða kerfið og gögnin sem eru skráð í skráningakerfi námssamninga og sveinsprófa sem IÐAN fræðslusetur heldur utan um og draga upp heildstæða mynd af þeim göngum. Niðurstaða skýrsluhöfunda eru að helstu styrkleikar kerfisins er hið mikla magn upplýsinga sem skráðar eru í kerfið. Veikleikar kerfisins eru þær helstar að kerfið sjálft, sem unnið er í Microsoft Access, var ekki sett upp með fyrir fram stýringum, sem þýðir að kerfi er opið fyrir ónákvæmum og röngum skráningum. Þess vegna var þetta verkefni bæði þarft og mikilvægt til að greina þær upplýsingar sem til staðar eru sem og hvernig hægt sé að innleiða nýtt kerfi. Gögn voru tekin út úr kerfinu og endurskoðuð eftir bestu getu til að fá eins nákvæma mynd af stöðunni og hægt er.

Menntun og færni innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði

IÐAN fékk styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála til að kanna leiðir til að geta boðið innflytjendum námskeið/ráðgjöf sem gætu nýst til að efla sína stöðu á vinnumarkaði. Hagnýtt gildi verkefnisins er tvíþætt, það gæti bætt aðgengi innflytjenda að menntun og atvinnuþróun og veitt upplýsingar um hvað þarf að bæta. Niðurstöður eru væntanlegar í lok árs 2020.

Stafrænar viðurkenningar gerir símenntun dýrmætari

IÐAN fékk styrk úr þróunarstyrk frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem snýr að því að að skoða notagildi starfrænna viðurkenninga (Digital Credentials). Þróa á tillögur fyrir viðmið, skráningu og viðurkenningar í símenntun. Afurð verkefnisins er prófun og greinagerð í lok 2020.

Nýsköpun og símenntun í Evrópu

Það er mikil gróska í símenntun um allan heim. Aðgengi að þekkingu og upplýsingum hefur aldrei verið meira. Evrópuverkefnið Innovation in Moblity, er evrópskt samstarfsverkefni sem miðar að því að safna saman 20-30 fyrirmyndarverkefnum sem kynna á í nærumhverfi okkar með það að markmiði að gera sí- og endurmenntunarferðir markvissari og verðmætari.

Vinnustaðanámssjóður